Persónuverndaryfirlýsing
Við leggjum áherslu á að meðferð persónuupplýsinga sé í samræmi við gildandi lög um persónuvernd. Hér fyrir neðan má finna yfirlit yfir hvaða upplýsingar eru skráðar, hvernig þær eru notaðar og hvaða réttindi þú hefur.
Hvaða upplýsingar eru skráðar?
Við skráum einungis þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að afgreiða pöntun, svo sem nafn, netfang, símanúmer og afhendingarupplýsingar. Greiðsluupplýsingar eru unnar af greiðslumiðlara og eru ekki varðveittar hjá Körfuknattleiksdeild KR.
Notkun og varðveisla upplýsinga
Persónuupplýsingar eru notaðar eingöngu til að afgreiða pöntun og halda utan um bókhald, í samræmi við lög og góða starfshætti. Gögn eru ekki afhent þriðju aðilum nema þegar það er nauðsynlegt vegna greiðslu, afgreiðslu eða afhendingar pöntunar.
Réttindi þín
Þú átt rétt á að óska eftir aðgangi að eigin persónuupplýsingum, leiðréttingu þeirra eða eyðingu, að því marki sem við á samkvæmt lögum. Ef þú hefur spurningar um persónuvernd eða meðferð upplýsinganna er þér velkomið að hafa samband við Körfuknattleiksdeild KR.